Caitlyn Jenner tók Trump á orðinu

Caitlyn Jenner tók tilboði Trumps, og skellti sér á salernið.
Caitlyn Jenner tók tilboði Trumps, og skellti sér á salernið. AFP

Raunveruleikastjarnan Caitlyn Jenner tók Donald Trump á orðinu og skellti sér á klóið í sjálfum Trump turninum. Það í sjálfu sér væri kannski ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að Jenner, sem nýverið gekkst undir kynleiðréttingarferli, skellti sér á kvennaklósettið.

Flestum þykir eflaust fullkomlega eðlilegt að Jenner notist við salerni sem ætlað er konum, en í Norður-Karólínuríki tóku þó nýverið í gildi lög þar sem transfólki er gert að notast við almenningsalerni sem ætluð eru fæðingarkyni þeirra. Sem sagt, í Norður-Karólínu væri Jenner gert að notast við karlaklósett í opinberum byggingum, segir í umfjöllun Telegraph um málið.

Jenner, sem og fleiri, hafa mótmælt nýju lögunum harðlega. Þá hafa Bruce Springsteen, Bryan Adams og Ringo Starr aflýst tónleikahaldi á svæðinu, auk þess sem hljómsveitirnar Pearl Jam og Mumford and Sons hafa lýst því yfir að þær muni sniðganga ríkið.

Margir repúblíkanar hafa þó lýst ánægju yfir með lögin, þeirra á meðal Ted Cruz sem sækist eftir því að verða forsetaefni flokksins. Cruz gaf á dögunum til að mynda í skyn að ungar stúlkur ættu á hættu að verða misyndismönnum að bráð ef transkonur fengju aðgang að kvennasalernum.

Aðspurður sá Donald Trump þó enga ástæðu til þess að setja lög um hvaða salerni transfólk kysi að nota, og lýsti því yfir að Caitlyn Jenner væri velkomin að nota hvaða salerni sem henni sýndist í byggingum hans.

Jenner tók Trump á orðinu og birti myndband af klósettferðinni á Facebook síðu sinni. Í lok myndbandsins þakkar hún Trump kærlega fyrir afnotin af salerninu, og klykkir út með því að segja Ted Cruz að enginn hafi hlotið skaða af.

„Takk Donald, mér þykir verulega vænt um þetta. Og á meðan ég man, Ted, þá var enginn misnotaður.“

Myndbandið má sjá hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson