Eurovision bannar fána Palestínu

Ekki má veifa fána Baska í áhorfendasalnum á Eurovision í …
Ekki má veifa fána Baska í áhorfendasalnum á Eurovision í Globen-höllinni. AFP

Áhorfendum á Eurovison verður bannað að veifa fána Palestínu og einnig fána með merki Ríkis íslams, í Globen-höllinni í Stokkhólmi þar sem keppnin fer fram í ár. Skýringin er sú að keppnin á ekki að vera pólitísk, að sögn talsmanna Sambands evrópska sjónvarpsstöðva, EBU. Um þetta hefur verið fjallað í mörgum fjölmiðlum í dag, m.a. Telegraph og AFP.

Keppnin hefst í Stokkhólmi innan tveggja vikna. Fyrst fara fram tvær undankeppnir og lokakeppnin fer svo fram laugardagskvöldið 14. maí. Palestínumenn hafa krafist afsökunarbeiðni og hafa vakið athygli á því að Svíar voru fyrsta land Evrópusambandsins til að viðurkenna ríki Palestínu.

Samkvæmt reglum EBU sem áhorfendur í Globen-höllinni verða að fylgja má aðeins veifa fánum þeirra landa sem taka þátt og landa sem eru innan Sameinuðu þjóðanna. En svo kom fram að ekki megi veifa fánum héraða innan landanna, t.d. má ekki veifa fánum Baska, Krímverja, Skotlands eða Norður-Kýpur. 

Spánverjar eru æfir yfir þessu og hefur aðstoðarforsætisráðherra þeirra fordæmt reglurnar. Þá hefur utanríkisráðherra Spánar vakið athygli sendiherra Svía á því að fáni Baska sé stjórnarskrárbundinn og megi því ekki vera á þessum lista útilokunar.

EBU hefur beðið Spánverja afsökunar og segja að reglurnar hafi aðeins verið drög sem hafi óvart verið birtar. 

PinkNews fór á stúfana til að rannsaka þetta mál og komst að því að leyfilegt er að veifa regnbogafánanum, fána hinsegin fólks, og sömuleiðis fána Evrópusambandsins. Þá má þó ekki nota sem verkfæri til að „vekja vísvitandi athygli á pólitískum málstað,“ segir á fréttavef PinkNews sem óskaði upplýsinga um fánareglurnar frá EBU.  Fréttavefurinn fékk þau svör að það þætti pólitísk ádeila ef regnbogafánanum væri veifað sérstaklega ákaft þegar atriði Rússlands væri flutt. 

Frétt Telegraph um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler