Prinsessan stal senunni

Estelle veifaði til fjöldans sem fagnaði óspart.
Estelle veifaði til fjöldans sem fagnaði óspart. Skjáskot af SVT

Estelle, dóttir Viktoríu krónprinsessu, stal svo sannarlega senunni við hátíðarhöld í tilefni af afmæli afa síns Karls Gústafs Svíakonung, í beinni útsendingu á SVT

Þúsundir manna komu saman við konungshöllina í Stokkhólmi til að hylla konunginn auk þess sem þjóðarleitogar og annað fyrirfólk víða að tekur nú þátt í hátíðarhöldunum.

Á meðan skarinn fyrir neðan veifaði fánum og söng skottaðist Estelle, um hallarsvalirnar eins og skopparakringla og virtist njóta hátíðarhaldanna mikið. 

Estelle, sem er fjögurra ára gömul er næst í erfðaröðinni á eftir móður sinni. Hún stoppaði í stutta stund á svölunum til þess að leyfa guðmóður sinni, Mary krónprinsessu Danmerkur, að taka með sér mynd en gleðin náði hámarki þegar frændi hennar, Karl Filipus prins, lyfti henni upp til að veifa mannfjöldanum og var fagnað gríðarlega.

Á meðan öllu þessu stóð svaf Óskar litli bróðir hennar vært. Hann er aðeins tveggja mánaða gamall og var þetta fyrsti opinberi viðburður hans.

Viktoría krónprinsessa hélt á Óskari sem steinsvaf á meðan á …
Viktoría krónprinsessa hélt á Óskari sem steinsvaf á meðan á fjörinu stóð. AFP
Mikill fjöldi fólks kom að höllinni til að hylla konunginn.
Mikill fjöldi fólks kom að höllinni til að hylla konunginn. AFP
Friðrik Danaprins, prinsinn af Mónakó og Mary krónprinsessa ásamt Dorrit …
Friðrik Danaprins, prinsinn af Mónakó og Mary krónprinsessa ásamt Dorrit Moussa Moussaieff og Ólafi Ragnari Grímssyni. JESSICA GOW
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson