Ólafur og Dorrit í glæsiveislu Svíakonungs

Karl XVI. Gústaf Svíakonungur í hópi þeirra heiðursgesta sem boðið …
Karl XVI. Gústaf Svíakonungur í hópi þeirra heiðursgesta sem boðið var til kvöldverðar í tilefni af 70 ára afmæli hans. Íslensku forsetahjónin eru til vinstri í fremstu röð. Ljósmynd / Peter Knutson/Kungahuset.se

Mikið var um dýrðir í Svíþjóð í gær þegar sjötugsafmæli Karls XVI. Gústafs Svíakonungs var fagnað. Meðal þess sem í hátíðahöldunum fólst var að konungur bauð hópi tiginna gesta til kvöldverðar í höll sinni og voru íslensku forsetahjónin, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaief, meðal þeirra sem þáðu boðið.

Samkvæmt vefsíðu sænsku konungsfjölskyldunnar var lögð áhersla á að á matseðlinum væru sænskir réttir og mátti þar m.a. finna reyktan fisk og hreindýr og í eftirrétt var rabarbarafrauð.

Á gestalistanum voru, auk fjölskyldu konungsins, erlendir þjóðhöfðingjar víða að, t.d. belgísku konungshjónin, Albert Mónakóprins, Margrét Danadrottning, Friðrik krónprins Danmerkur og María krónprinsessa, finnsku forsetahjónin og fjöldi sænskra ráðamanna.

Frétt mbl.is: Hástéttarmaður eða skandalakóngur?

Fallega var lagt á borð fyrir hina tignu gesti.
Fallega var lagt á borð fyrir hina tignu gesti. Ljósmynd/Kungahuset.se
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler