Verk Barða flutt í Transylvaníu

Barði er á leið til Transylvaníu.
Barði er á leið til Transylvaníu. Ljósmynd/Barði Jóhannsson

Á sunnudaginn verður verkið Haxan eftir Barða Jóhannsson flutt af sinfóníuhljómsveit Opera Maghiară – ungversku óperunnar, í Transylvaníu.

Verkið var útsett að mestu fyrir sinfóníuhljómsveit af Þóri Baldurssyni en verður flutt undir stjórn Simonu Strungaru sem hluti af kvikmyndahátíðinni Transilvania International Film Festival, í Banffy-kastala á sunnudag. Verkið var samið við samnefnda þögla bíómynd frá árinu 1920.  Mynd þessi telst til kvikmyndasögulegra meistaraverka en var bönnuð í fleiri ár vegna djöfladýrkunar og nektar.

Haxan var fyrst flutt og samið af Barða árið 2004. Var það í franska kvimyndahúsinu „Cine Cinema” og leikið af Barða ásamt tveimur fiðluleikurum og slagverksleikara. Í framhaldi af þessari uppákomu var Barða boðið að taka þátt í Vetrarhátíð Reykjavíkur og var verkið flutt þar í útsetningu Þóris Baldurssonar af Sinfóníuhljómsveit Íslands í Háskólabíó. Verkið skiptist í sjö hluta og útsetti Þórir 6/7 en Barði sjálfur 1/7. 

Árið 2006 kom Haxan út á hljómplötu í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Búlgaríu og hljóðritað þar í landi. Fékk útgáfan frábæra dóma út um allan heim. Síðar var tónlistin notuð á endurútgáfu Potemkine á DVD útgáfunni af Haxan. Síðan þá hefur Barði flutt rafrænu útgáfuna af Haxan á hátíðum í Metz og Pompidou safninu í París.

Auk flutningsins á sunnudag mun Barði sjálfur koma fram daginn eftir og þeyta skífum í Casa TIFF þar sem hann mun spila sína eigin og uppáhaldskvikmyndatónlist.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant