Myrti eiginkonu sína

Leikarinn Michael Jace.
Leikarinn Michael Jace. AFP

Dómstóll í Los Angeles í Bandaríkjunum hefur sakfellt Michael Jace, sem er hvað best þekktur fyrir að leika lögregluþjóninn Julien Lowe í sjónvarpsþáttunum The Shield, fyrir að myrða eiginkonu sína.

Hann skaut eiginkonuna, April Jace, einu sinni í bakið og tvisvar í fótinn á heimili þeirra í maímánuði 2014, í viðurvist ungra barna hjónanna.

Sonur Jace, sem er nú tíu ára, sagðist fyrir dómi hafa heyrt föður sinn segja: „Ef þú vilt hlaupa, hlauptu þá til himnaríkis,“ áður en hann skaut April í seinna skiptið.

Jace gæti átt yfir höfði sér allt að fjörutíu ára fangelsi, en refsingin verður ákveðin 10. júní.

Saksóknari málsins sagði í réttarhöldunum að leikarinn hafi verið í uppnámi yfir því að eiginkonan hafi beðið um skilnað. Hann taldi að hún hefði einnig haldið fram hjá honum, þó svo að hann hafi ekki lagt fram neinar vísbendingar fyrir því.

Jace beið eftir henni á heimili þeirra er hún kom heim og skot hana til bana, áður en hann hringdi á lögregluna. Hann sagði síðar við lögregluna að hann hefði haft í hyggju að fremja sjálfsmorð, en hefði ekki haft það í sér. Í staðinn hefði hann ákveðið að skjóta eiginkonuna í fótlegginn.

Auk þess að leika í The Shield fór hann með minni háttar hlutverk í kvikmyndum á borð við Planet of the Apes, Boogie Nights og Forrest Gump.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson