Óánægja með skipulagningu á Secret Solstice

Mikil óánægja ríkir með skipulagningu á tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem fram fór nú um helgina. Á Facebook-síðu hátíðarinnar hafa margir tjáð sig um hvað illa hafi verið staðið að skipulagningu, atriðum breytt án nokkurs fyrirvara og hvað starfsfólk hátíðarinnar hafi verið illa upplýst og upplýsingaflæði lítið.

Tónleikar Radiohead á föstudagskvöld voru haldnir inni í nýju Laugardalshöllinni og voru því fjöldatakmarkanir á tónleikana. Því myndaðist mikil röð fyrir utan höllina snemma á föstudag og komust færri að en vildu.

Þá voru tónleikar hljómsveitarinnar Die Antwoord færðir til í gærkvöldi vegna forfalla flugumferðarstjóra. Tónleikarnir áttu að vera klukkan 19:00 í gærkvöldi en voru færðir til 23:00 inn í Laugardalshöll. Því voru einnig aðgangstakmarkanir á tónleikana og mikil röð fyrir utan höllina. Færri komust að en vildu og sátu sumir eftir með sárt enni sem höfðu keypt sér miða á hátíðina til þess eins að bera sveitina augum.

Facebook-síða hátíðarinnar 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant