Þekkt bilun í jeppa leikarans

Anton Yelchin lést að morgni 19. júní.
Anton Yelchin lést að morgni 19. júní. AFP

Framleiðandi jeppans, sem kramdi Star Trek-leikarann Anton Yelchin til bana við heimili hans, hafði varað við bilun í tegundinni. Varað hafði verið við því að bíllinn gæti runnið til fyrirvaralaust.

Jeppi Yelchins rann niður innkeyrslu hans og kramdi hann upp við staur á heimili hans í Los Angeles um helgina. Lögreglan hefur enn ekki lokið rannsókn málsins og því hefur enn ekki verið staðfest hvað olli því að bíllinn rann af stað í innkeyrslunni.

Frétt mbl.is: Star Trek-stjarna lést í bílslysi

Í apríl ákvað Fiat-Chrysler að hefja innköllun bíltegundarinnar, Grand Cherokee árgerð 2015. Í frétt CNN um málið segir að 1,1 milljón bíla hafi verið innkölluð vegna þess að yfir 100 árekstrar, sem urðu vegna vandamála í sjálfskiptingu, höfðu verið tilkynntir.

Í frétt CNN segir að eigendur bílanna hafi ekki fengið formlega beiðni um innköllun enn þá en hins vegar hafi verið varað við vandanum í maí. Í þeirri viðvörun voru ökumenn bílanna hvattir til að ganga vandlega úr skugga um að bíllinn færi í „park“ þegar hann væri stöðvaður. Þá voru þeir einnig hvattir til að nota handbremsuna.

Fiat-Chrysler er hins vegar að bíða eftir varahlutum til að geta hafið viðgerðir á þeim bílum sem bilunin finnst í. Þegar varahlutirnir eru komnir verður formleg innköllun send út til bíleigenda.

Fiat-Chrysler segist ætla að rannsaka slysið til hlítar en segir of snemmt á fullyrða að bilunin í sjálfskiptingunni hafi orsakað slysið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant