Blómlegur og ber að ofan á þokukenndum Esju-tónleikum

Það er fátt sem heldur aftur af Íslendingum þegar boðið er upp á ókeypis tónleika og í dag létu milli 2.500 og 3.000 manns hvorki fjallgöngu, þoku né einu sinni forsetakosningar stoppa sig.

Mannfjöldinn kom saman á toppi Esjunnar klukkan 14:00 til að vera viðstaddur tónleika Gus Gus, þar sem sveitin frumflutti meðal annars nýtt lag. DJ Margeir hitaði upp fyrir tónleikana en flestir mættu þó vel búnir og heitir eftir væna göngu.

„Það er svolítil þoka og rigning hérna á Esjunni en það er hlýtt og allir í miklu stuði. Við Íslendingar erum ekkert að láta smá bleytu á okkur fá og ég hef ekki heyrt neinar kvartanir yfir veðri,“ segir Guðmundur Arnar Guðmundsson, markaðsstjóri Nova, um stemmninguna á Esjunni og bætir svo við „áfram Ísland!“

Hægt er að fletta myndum af fjörinu hér að ofan. Eins og sjá má var í það minnsta einn blómlegur tónleikagestur ber að ofan en flestir klæddu sig eftir veðri.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson