Stuðningsmyndband til heiðurs Hannesi

Hannes Þór Halldórsson landsliðsmarkvörður.
Hannes Þór Halldórsson landsliðsmarkvörður. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Tónlistarmaðurinn góðkunni Jón Jónsson hefur sent vini sínum til margra ára, Hannesi Þór Halldórssyni landsliðsmarkverði, hjartnæma stuðningskveðju á Facebook fyrir leik Íslands og Englands í 16 liða úrslitum EM í knattspyrnu sem fram fer í kvöld.

Jón fékk góðan hóp manna til þess að búa til myndband Hannesi til heiðurs, en undir er spilað lag Jóns, Gefðu allt sem þú átt, í nýjum búningi. Er það Salka Sól Eyfeld sem syngur.

Jón segist, eins og öll þjóðin, vera að rifna úr stolti yfir gengi landsliðsins.

„Ég er svo heppinn að þekkja nokkra í liðinu og veit hversu mikið þeir hafa lagt á sig til að uppskera slíkan árangur. Einn af mínum góðu vinum er Hannes Þór Halldórsson sem vægast sagt hefur slegið í gegn í Frakklandi. Hannesi kynntist ég fyrir rúmum 14 árum í Verzlunarskólanum og hef frá þeim tíma fylgst með öllum litlu skrefunum sem hann hefur tekið í átt að þeim stað sem hann er á í dag.

Ferill þessa drengs er magnaður því þrátt fyrir að vera kosinn besti markvörður Shell-mótsins árið 1994 var leið hans á toppinn ansi hlykkjótt og hefur Hannes þurft að sigrast á mörgum hindrunum á sinni vegferð,“ skrifar Jón.

Þess má geta að Hannes leikstýrði í vetur auglýsingu fyrir N1, en þar fyrst heyrðist lag Jóns í nýjum búningi og þá sem hljómfögur ballaða.

„Til lukku með árangurinn, Hannes, landsliðshetjur og allir Íslendingar. Gefum nú allt sem við eigum og tökum Englendingana!“ skrifar Jón að lokum.

Hér að neðan er N1-auglýsingin sem Hannes leikstýrði:

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant