Lést viku eftir sögulegt skilnaðaruppgjör

Christina Estrada ásamt lögmönnum sínum yfirgefur dómstólinn í Lundúnum á …
Christina Estrada ásamt lögmönnum sínum yfirgefur dómstólinn í Lundúnum á dögunum. AFP

Fyrirsætan Christina Estrada hlaut í þessum mánuði 75 milljónir punda í sinn hlut eftir skilnað sinn frá Sheikh Walid Juffali. Krafa hennar fyrir dómstólum er sögð hafa verið stærsta fjárkrafa vegna skilnaðar í sögunni í Bretlandi. Aðeins viku eftir dómsniðurstöðuna féll Walid Juffali frá úr krabbameini.

Estrada og Walid Juffali giftust skömmu eftir að þau kynntust árið 2000. Estrada var þá fyrirsæta en Walid Juffali rak fyrirtækið EA Juffali and Brothers. Saman eiga þau 14 ára dóttur.

Síðar hrakaði sambandi þeirra og Walid Jaffali kynntist annarri konu frá Líbanon sem er 25 ára gömul. Hann giftist henni árið 2012, þrátt fyrir að vera enn giftur Estrada. Hann skildi síðan við Estrada að íslömskum sið árið 2014 án hennar vitneskju.

Þegar Estrada komst að þessu fór hún með skilnaðaruppgjörið fyrir dómstóla og gerði kröfu um alls 238 milljónir punda sem er metfjáræð fyrir breskum dómstólum samkvæmt frétt The Telegraph. Heilsu Walid Jaffali var þá farið að hraka og óvíst hvort málið myndi klárast í tæka tíð. Walid Jaffali hafði greinst með illkynja krabbamein skömmu áður. Hann var svo veikur að hann gat ekki verið viðstaddur á síðustu metrum réttarhaldanna. 

Christina Estrada.
Christina Estrada. AFP

Svo fór að málið fékk flýtimeðferð fyrir dómstólum og hlaut Estrada alls verðmæti að fjárhæð 75 milljónir punda í sinn hlut. Hefði málinu ekki verið flýtt, og Jaffani hefði látist áður en dómur féll, hefði það haft mikil áhrif á málið og ólíklegt að Estrada hefði fengið jafnháa upphæð í sinn hlut. 

Í fjárkröfu sinni fyrir dómstólum sundurliðaði Estrada kröfuna og vakti það mikla eftirtekt í fjölmiðlum.

Hún gerði kröfu um meðal annars eina milljón punda á ári í fatakaup, rúmlega 300 þúsund pund á ári til að borga þjónum og barnapíum, 93 þúsund pund vegna fegurðaraðgerða, um 10 þúsund pund vegna húðkrema, 4 þúsund pund vegna sólgleraugna, 58 þúsund pund vegna lúxus-veskja og 26 þúsund pund vegna farsíma.

„Ég geri mér grein fyrir því að við Walid lifðum forréttindalífi. Ég skil að öðrum þykir þetta yfirgengilegt. Ég er hins vegar að einbeita mér að því að styðja við dóttur okkar og vil halda áfram með líf mitt,“ sagði Estrada við fjölmiðla.

„Ég starfaði sem fræg fyrirsæta. Ég hef alltaf lifað þessu lífi. Ég er vön þessu,“ bætti hún við.

Walid Jaffani lést síðan viku eftir dómsúrskurðinn. Upphaflega hafði hann boðið henni 37 milljónir punda vegna skilnaðarins en Estrada hafnaði kröfunni og fór með málið fyrir dómstóla.

Sjá frétt Daily Mail.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant