Beyonce og Adele oftast tilnefndar

Beyonce er tilnefnd til 11 verðlauna á hátíðinni.
Beyonce er tilnefnd til 11 verðlauna á hátíðinni. Skjáskot úr Formation

Beyonce fær flestar tilnefningar allra til MTV-tónlistarverðlaunanna sem kynntar voru í dag. Poppdívan á möguleika á að hreppa samtals 11 verðlaun á hátíðinni, sem haldin verður í Madison Square Garden í New York hinn 28. ágúst næstkomandi. Myndband hennar við lagið „Formation“ er tilnefnt sem myndband ársins.

Adele fylgir henni fast á eftir með átta tilnefningar, en allar nema ein eru fyrir flennislagarann „Hello“, sem heilsað hefur áhorfendum á Youtube í á annan milljarð skipta og er það fimmta áhorfsmesta á síðunni.

Myndbandinu við „Hello“ var leikstýrt af Xavier Dolan og sýnir söngkonuna í símtali við yngri útgáfu af sjálfri sér. Er myndbandið það fyrsta sem gert er fyrir hið upplausnarmikla IMAX-myndsnið.

Aðrir þeir sem tilnefndir eru fyrir myndband ársins eru Kanye West fyrir umdeilt lag sitt „Famous“, þar sem hann hreykir sér af því að poppstjarnan Taylor Swift gæti sofið hjá honum þar sem hann hafi gert hana fræga.

Þá er Drake tilnefndur fyrir myndbandið við lagið „Hotline Bling“ og Justin Bieber fyrir lagið „Sorry“.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant