Colbert spælir Shkreli á Twitter

Martin Shkreli yfirgefur dómsal í New York í fyrra.
Martin Shkreli yfirgefur dómsal í New York í fyrra. AFP

Martin Shkreli hefði betur látið það ógert að hreyta hómófóbískum ummælum í spjallþáttastjórnandann Stephen Colbert á Twitter. Colbert hafði gert grín að Shkreli sem komst í heimsfréttirnar fyrir að hækka verð á HIV-lyfi um 5.000% en svar hans á Twitter þótti spæla Shkreli endanlega. 

Shkreli eignaðist hatursmenn um allan heim þegar hann eignaðist lyfjafyrirtækið Turing Pharmaceuticals og hækkaði verðið á lyfinu Daraprim um 5.000% í einu vetfangi. Hann var síðar handtekinn, grunaður um fjársvik.

Sambærilegt mál hefur verið til umfjöllunar undanfarna viku eftir að sagt var frá því að fyrirtækið Mylan hefði hækkað verð á neyðarpennanum Epi-pen gegn ofnæmisviðbrögðum um 400% á fimm árum. Colbert gerði stólpagrín að fyrirtækinu í þætti sínum í vikunni og rifjaði í leiðinni upp mál Shkreli.

„Þarna skall hurð nærri hælum. Ég er með bráðaofnæmi fyrir drullusokkum,“ sagði Colbert og sprautaði sig með Epi-penna eftir að mynd af Shkreli var birt á skjánum.

Shkreli virðist ekki hafa haft húmor fyrir gríninu því hann deildi mynd af því á Twitter með kaldhæðinni spurningu sem virtist beint að Colbert um hvort hann myndi veita Shkreli munnmök.

Hann hefur vísast ekki gert ráð fyrir því að Colbert myndi svara fyrir sig en það gerði hann skömmu síðar á Twitter.

„Það veltur á ýmsu. Hvað leggurðu mikið á það?“ var svar spjallþáttastjórnandans.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson