Swift vikið úr kviðdómi

Stjarnan stoppaði stutt við, en gaf sér þó tíma til …
Stjarnan stoppaði stutt við, en gaf sér þó tíma til að stilla sér upp með öðrum kviðdómurum. Ljósmynd / skjáskot Sky

Taylor Swift þurfti að sinna heldur betur nýstárlegu hlutverki á dögunum þegar hún var valin til að sitja í kviðdómi í Nashville í Tennessee.

Stjarnan stoppaði þó heldur stutt við, en hún þótti hlutdræg og var þar af leiðandi vikið úr kviðdómnum.

Málið sem kviðdómurinn hafði til skoðunar varðar nauðgun og mannrán, en Swift hefur sjálf átt í málaferlum vegna kynferðislegrar áreitni sem hún varð fyrir á tónleikum árið 2013.

„Hún bað um að vera leyst undan skyldum, en hún hafði áhyggjur af væntanlegum réttarhöldum sem fara fram í Denver þar sem hún, eins og hún segir sjálf, lenti í því að káfað var á henni,“ sagði Ken Whitehouse, talsmaður saksóknara, í samtali við Sky.

„Swift sagði dómaranum að hún væri meira en reiðubúin að sitja í kviðdómi í hvers kyns öðrum málum.“

Swift kærði fyrrverandi útvarpsmanninn David Mueller fyrir kynferðislega áreitni, en honum er gert að sök að hafa gripið í rass söngkonunnar eftir tónleika hennar. Mueller var í kjölfarið vikið úr starfi og kærði söngkonuna því fyrir falskar sakagiftir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson