Ólíklegt að Pitt verði ákærður

Jolie sótti um skilnað frá Pitt í liðinni viku.
Jolie sótti um skilnað frá Pitt í liðinni viku. AFP

Heimildarmenn slúðurmiðilsins TMZ segja afar ólíklegt að Brad Pitt verði ákærður fyrir að leggja hendur á son sinn í einkaflugvél hans og Angelinu Jolie. Sögum ber ekki saman um hvað gerðist þegar Pitt og hinum 15 ára Maddox lenti saman.

Samkvæmt TMZ er líklegast að atburðarásin hafi verið með þeim hætti að Maddox sagði eitthvað við Pitt sem reiddi þann síðarnefnda en þegar Pitt gerði sig líklegan til að taka í Maddox kom Jolie á milli þeirra með þeim afleiðingum að Pitt og Maddox snertust á einhvern hátt.

Svo virðist sem Pitt hafi snert öxl Maddox, viljandi eða óviljandi, en samkvæmt heimildum TMZ mun reynast erfitt að sanna að Pitt hafi ætlað að taka í son sinn. Þess fyrir utan hefur slúðursíðan eftir barnaverndaryfirvöldum að engir áverkar hafi fundist á Maddox.

Þá liggur engin lögregluskýrsla fyrir þar sem atvikið var ekki tilkynnt.

TMZ segir málið flækjast enn vegna þess hversu þunn skil eru á milli agaúrræða foreldra og misbeitingar.

Þar sem atvikið átti sér stað í loftinu er það til skoðunar hjá alríkislögreglunni. Málið mun einnig koma til kasta barnaverndaryfirvalda.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler