Klikkaðir aðdáendur eða afmælisgleði?

Hér sést auglýsingin þar sem afmæli Wang Junkai er fagnað.
Hér sést auglýsingin þar sem afmæli Wang Junkai er fagnað. Skjáskot úr Morgunblaðinu

Eflaust kannast fáir Íslendingar við kínversku poppstjörnuna Wang Junkai. Auglýsing vegna 17 ára afmælis hans birtist þó í Morgunblaðinu í síðustu viku.

Þar kemur fram að Junkai sé ein frægasta poppstjarna sem fæðst hafi í Kína eftir 1995. Hann komst í Heimsmetabók Guinnes í fyrra. Ástæða þess var að kveðja þar sem hann þakkaði aðdáendum sínum fyrir afmæliskveðjur var „endurbirt“ í 42 milljón skipti, sem er met á Weibo (kínverska twitter).

Wang er aðalstjarnan í kínversku strákasveitinni TFBoys en auk hans eru Wang Yuan og Yi Yangqianxi meðlimir.

Fram kemur á kínversku vefsíðunni Global Times að aðdáendur Junkai vildu að afmælisdagur hans yrði sem eftirminnilegastur. Þeir keyptu auglýsingar á Times Square í New York, í Tokýó, Peking, Tapei, París, Seoul, auk áðurnefndrar auglýsingar í Morgunblaðinu.

Einhverjum þykja aðdáendur TFBoys ganga full langt í aðdáun sinni. Þeir fylla svefnherbergi sín með myndum af drengjunum úr sveitinni og tala um Wang sem „konunginn.“

Eyddu gríðarlegum fjármunum

„Þetta er eins og sértrúarsöfnuður,“ sagði kínverskur netnotandi en hann telur hegðun aðdáendanna lykta af heilaþvotti.

Aðdáendurnir segjast hins vegar vera að styðja sína menn, eða „yingyuan.“ Orðið er tekið frá japanska orðinu „oen“ sem þýðir fögnuður eða fagnaðarlæti. Orðið var fyrst notað af aðdáendum japanskra og s-kóreskra poppsveita.

Aðdáendahópur Junkai eyddi gríðarlegum fjármunum til að auglýsa áðurnefnt afmæli. Auglýsingarnar á Times Square í New York kostuðu 1,5 milljónir bandaríkjadala (tæpar 172 milljónir íslenskra króna).

Fleiri atburðir væntanlegir

Samkvæmt aðdáendaklúbbi safnaðist peningur með frjálsum framlögum „innan fjárhagslegs ramma hvers og eins.“ Ætlunin var að fagna og sýna Junkai ást og stuðning á þessum síðustu táningadögum hans. Staðirnir sem valdir voru til auglýsinga voru ekki tilviljanir. Junkai hefur annað hvort komið þangað eða minnst á þá í viðtölum.

Hinir meðlimir TFBoys, Wang Yuan og Yi Yangqianxi, eiga afmæli á næstunni. Samkvæmt aðdáendaklúbbnum eru fleiri óvæntir atburðir væntanlegir.

Hér að neðan má sjá Junkai taka lagið:

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler