Jóhann starfar með Aronofsky

Tónskáldið Jóhann Jóhannsson með Golden Globe-verðlaunin.
Tónskáldið Jóhann Jóhannsson með Golden Globe-verðlaunin. AFP

Tónskáldið Jóhann Jóhannsson mun semja tónlist fyrir næstu kvikmynd Darrens Aronofsky. Í aðalhlutverkum verða Hollywood-stjörnurnar Jennifer Lawrence og Javier Bardem.

Þetta kom fram í kvöldfréttum Rúv. Jóhann hefur tvívegis verið tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir kvikmyndatónlist sína, eða við myndirnar The Therory of Everything og Sicario.

Þetta verður í fyrsta sinn sem Jóhann og Aronofsky starfa saman en sá síðarnefndi fékk heiðursverðlaun RIFF á Bessastöðum fyrr í kvöld.

Frétt mbl.is: Aronofsky heiðraður á Bessastöðum

Á meðal þekktustu mynda Aronofsky eru Black Swan, The Wrestler og Noah, sem var tekin upp að hluta hér á landi.

Aronofsky með heiðursverðlaun RIFF ásamt forseta Íslands.
Aronofsky með heiðursverðlaun RIFF ásamt forseta Íslands. mbl.is/Ófeigur
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant