Ríflega 13 milljónir fara til 41 verkefnis

Allir þeir sem hlotið hafa styrk úr Myndlistarsjóði á árinu …
Allir þeir sem hlotið hafa styrk úr Myndlistarsjóði á árinu voru heiðraðir í Safnahúsinu við Hverfisgötu í gær. mbl.is/Árni Sæberg

Myndlistarráð úthlutaði í gær ríflega 13 milljónum króna til 41 verkefnis í seinni úthlutun Myndlistarsjóðs á árinu. Sjóðnum bárust 128 umsóknir og var sótt um alls 97,5 milljónir.

„Stóru verkefnastyrkirnir að þessu sinni eru sautján talsins og fara þangað 6,65 m.kr. en flokkurinn er stærsti flokkur sjóðsins líkt og í fyrri úthlutunum; þar af eru fimm einkasýningar bæði hérlendis og erlendis og ellefu samsýningar. Að auki hljóta tíu myndlistarmenn styrk í flokki minni sýningarverkefna að heildarupphæð 2,5 m.kr., átta styrkir að heildarupphæð 2,6 m.kr. fara til útgáfu- og rannsókna, 1,3 m.kr er veitt til undirbúnings verkefna og annarra styrkja,“ segir í tilkynningu frá myndlistarráði.

Þar kemur fram að hlutverk Myndlistarsjóðs sé að „efla íslenska myndlist með fjárhagslegum stuðningi og stuðla þannig að framgangi listsköpunar, kynningu og aukinni þekkingu á íslenskri myndlist. Sérskipaðar matsnefndir meta umsóknir og gera tillögu að úthlutun.“

Hæstu verkefnastyrki hljóta eftirfarandi verkefni: Markús Þór Andrésson f.h. Listasafns Reykjavíkur, 700 þús. kr., fyrir sýningu Ragnars Kjartanssonar; Kling & Bang, 600 þús. kr., fyrir opnunarsýningu Kling & Bang í Marshall-húsinu; Una Margrét Árnadóttir og Unndór Egill Jónsson, 500 þús. kr., fyrir EITT SETT; Ingibjörg Jóhannsdóttir, 500 þús. kr., fyrir sýninguna Other Hats, Icelandic Printmaking; Djúpavogshreppur, 500 þús. kr., fyrir sýninguna Rúllandi Snjóbolti 2017; Verksmiðjan Hjalteyri, 500 þús. kr., fyrir Umhverfing, sýningardagskrá 2017 í Verksmiðjunni á Hjalteyri; Sigrún Alba Sigurðardóttir, 500 þús. kr. , fyrir Íslenska samtímaljósmyndun 1975-2015; Hrafnhildur Arnardóttir, 500 þús. kr., Taugafold; Anna Líndal, 500 þús. kr., fyrir Yfirlitssýningu á Kjarvalsstöðum; Markús Þór Andrésson f.h. Listasafns Reykjavíkur, 400 þús. kr., fyrir Yfirlitssýningu á Kjarvalsstöðum 2017; Helga Óskarsdóttir f.h. Artzine, 400 þús. kr., fyrir Artzine vefrit; Lortur Framleiðslufélag, 400 þús. kr., fyrir Blindrahund; Tinna Ottesen, 400 þús. kr., fyrir Innsetningu í Listasafni Árnesinga; Áslaug Thorlacius og Finnur Arnar Arnarson, 400 þús. kr., fyrir Búskap og Kristín Gunnlaugsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Valgeir Sigurðsson, 400 þús. kr., fyrir sýninguna Super Black.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson