Allt hægt ef maður hefur trú á sjálfum sér

Eiríkur er afar fimur á brettinu.
Eiríkur er afar fimur á brettinu. Ljósmynd/Eiríkur

Snjóbrettakappinn Eiríkur Helgason hefur sent frá sér verkefnið „Ísland Born“. Það kemur út í þremur hlutum; myndum og viðtölum, besta sem hann hefur gert á brettinu og heimildarmynd.

Heimildarmyndin kemur út 12. desember næstkomandi. Hún fjallar um það hvernig hinn 29 ára gamli sveitastrákur að norðan náði að verða frægur fyrir afrek sín á snjóbrettinu en Eiríkur segir sjálfur að undirtónn myndarinnar sé á gamansömum nótum. 

„Hann vissi einhvern veginn strax að snjóbretti var það sem hann vildi gera í lífinu,“ segir pabbi Eiríks í upphafi myndskeiðsins og bætir við að fáir hafi haft trú á því að hann gæti haft það fyrir atvinnu, enginn hafði gert það áður á Íslandi.

„En hann vissi alltaf hvað hann vildi og sýndi öllum að það er hægt að gera hvað sem er ef maður hefur trú á sjálfum sér,“ bætti pabbi hans við.

Stórskemmtilegt myndskeið sem segir frá Eiríki má sjá hér að neðan:

ÍSLAND BORN // FULL PART from ZOO on Vimeo.

Eiríkur með klippispjaldið.
Eiríkur með klippispjaldið. Ljósmynd/Eiríkur
Eiríkur á snjóbrettinu á óhefðbundum stað.
Eiríkur á snjóbrettinu á óhefðbundum stað. Ljósmynd/Eiríkur
Ísland Born.
Ísland Born. Ljósmynd/Eiríkur
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler