Rassaklórið móðgaði íbúa Hawaii

Jennifer Lawrence.
Jennifer Lawrence. AFP

Bandaríska leikkonan Jennifer Lawrence hefur beðist afsökunar fyrir að segja sögu af því er hún klóraði sér á rassinum á heilögum steini á Hawaii.

Lawrence birti afsökunarbeiðni sína á Facebook. Hún segist alls ekki hafa ætlað að vanvirða íbúa Hawaii með ummælum sínum.

Leikkonan sagði frá hinu umdeilda atviki í viðtali á BBC. Sagði hún þetta hafa átt sér stað er hún var við tökur á fyrstu Hungurleikamyndinni á Hawaii. Sagan vakti hörð viðbrögð. 

Í viðtalinu sagðist hún hafa verið við tökur á svæði þar sem finna mætti helga steina. 

„Það er bannað að sitja á þeim því kynfæri þín mega ekki snerta þá,“ sagði Lawrence í viðtalinu. „Ég var hins vegar í blautbúningi við allar tökurnar og guð minn góður, það var svo gott að klóra sér á rassinum á steinunum. Einn af steinunum sem ég klóraði mér á losnaði.“

Hún segir steininn hafa verið stóran og í kjölfarið rúllað niður fjall. „Hann drap næstum því hljóðmanninn okkar,“ sagði Lawrence. Bætti hún svo við að íbúar á Hawaii hafi sagt að þessu fylgdi bölvun. 

Viðtalið var m.a. birt á Facebook-síðu BBC og margir kröfðust þess að Lawrence bæði íbúa eyjanna afsökunar. Hún hafði vanvirt menningu þeirra með frásögn sinni.

Lawrence gerði það og sagðist ekki hafa ætlað að móðga neinn. Frásögnin hefði frekar verið sjálfsháð. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant