Colbert kynnir Emmy-verðlaunin

Stephen Colbert kynnir næstu Emmy-hátíð.
Stephen Colbert kynnir næstu Emmy-hátíð. AFP

Spjallþáttastjórnandinn Stephen Colbert verður kynnir á Emmy-verðlaunahátíðinni sem verður haldin í 69. sinn í september.

„Stephen er sannkallaður meistari í að taka á móti hæfileikafólki,“ sagði Jack Sussman, yfirmaður hjá sjónvarpsstöðinni CBS en þar er spjallþáttur Colberts, Late Show, einmitt sýndur.

„Við hlökkum til að heiðra helstu skemmtikrafta sjónvarpsins á sama tíma og við skemmtum áhorfendum með skapandi orku og beittu skopskyni Stephens Colberts.“

Colbert setti tóninn fyrir verðlaunahátíðina með því að gera grín að ummælum upplýsingafulltrúa Hvíta hússins vegna fólksfjöldans sem var viðstaddur innvígslu Donalds Trumps í embætti forseta Bandaríkjanna.

„Þetta verður mesti áhorfendafjöldinn sem hefur orðið vitni að Emmy-verðlaununum, punktur. Bæði í eigin persónu og úti um allan heim,“ sagði Colbert í yfirlýsingu.

Jimmy Kimmel var kynnir á síðustu Emmy-hátíð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler