Hlaut verðlaun fyrir bestu framleiðendur

Úr Hjartasteini.
Úr Hjartasteini.

Kvikmyndin Hjartasteinn hlaut nýliðna helgi verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg fyrir bestu framleiðendur að kvikmynd og eru verðlaunin kennd við sænska kvikmyndaframleiðandann Lorens Marmstedt sem lést árið 1966. Anton Máni Svansson er aðalframleiðandi Hjartasteins en framleiðendur myndarinnar eru fjórir í heildina, auk Antons eru það Lise Orheim Stender, Jesper Morthorst og Guðmundur Arnar Guðmundsson. Verðlaunin voru veitt í samstarfi við Kodak og Focus Film og fylgja þeim 50 rúllur af 35 mm kvikmyndafilmu og frí framköllun fyrir næstu kvikmynd framleiðanda.

Þetta er þriðja helgin í röð það sem af er þessu ári sem Hjartasteinn vinnur til verðlauna á kvikmyndahátíð. Helgina á undan hlaut hún þrenn verðlaun þegar hún var frumsýnd í Frakklandi og þar á undan verðlaun við frumsýningu í Noregi. Þá vann hún nýverið sk. Scope100-keppni í Portúgal og Svíþjóð en sú keppni er runnin undan rifjum dreifingaraðila og virkar þannig að valdar eru 10 nýjar kvikmyndir sem 100 kvikmyndaunnendur í hverju landi horfa á og gefa atvæði. Sú mynd sem fær flest atkvæði í hverju landi vinnur keppnina og hlýtur í verðlaun dreifingarsamning í því landi. Hjartasteinn verður því sýnd í Svíþjóð og Portúgal.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson