Leikarahjón verðlaunuð

Gísli Örn Garðarsson leikari.
Gísli Örn Garðarsson leikari. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nýr verðlaunagripur er veittur á Eddunni, íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverðlaununum, sem Árni Páll Jóhannsson hannaði. Sýnt er beint frá athöfninni á RÚV. Sólmundur Hólm er kynnir hátíðarinnar og sló á létta strengi meðal annars með því að herma eftir þekktum leikurum og sjónvarpsfólki. 

Leikarahjónin Gísli Örn Garðarsson og Nína Dögg Filippusdóttir unnu til verðlauna fyrir aukaleik. Nína fyrir leik sinn í Hjartasteini og Gísli í Eiðnum. 

Þátturinn Með okkar augum var valinn besti menningarþátturinn á Eddunni. Þáttagerðarfólk var að vonum kampakátt með verðlaunin, þökkuðu stuðninginn og lofuðu sjöundu þáttaröðinni sem yrði enn betri.

Nína Dögg Filippusdóttir leikkona.
Nína Dögg Filippusdóttir leikkona. mbl.is/Kristinn Magnússon
Kynnir kvöldsins er Sólmundur Hólm.
Kynnir kvöldsins er Sólmundur Hólm. mbl.is/Kristinn Magnússon
Þáttagerðarmenn Með okkar augum.
Þáttagerðarmenn Með okkar augum. mbl.is/Kristinn Magnússon
Rauði dregillinn var dreginn fram á Eddunni.
Rauði dregillinn var dreginn fram á Eddunni. mbl.is/Kristinn Magnússon
Stemningin var góð á Eddunni.
Stemningin var góð á Eddunni. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler