Spennan magnast fyrir Óskarinn

Augu margra beinast nú að Óskarsverðlaunahátíðinni í Los Angeles.
Augu margra beinast nú að Óskarsverðlaunahátíðinni í Los Angeles. AFP

Búist er við því að dans- og söngvamyndin La La Land muni fara með sigur af hólmi á 89. Óskarsverðlaunahátíðinni, sem haldin er í Los Angeles í kvöld.

Alls keppir myndin í 13 verðlaunaflokkum og af þeim 14 sem eru tilnefndir fyrir aðkomu sína að myndinni, þykja margir skotheldir sigurvegarar ef marka má veðbankana.

Kvikmyndin, með þeim Emmu Stone og Ryan Gosling í aðalhlutverkum, hefur heillað gagnrýnendur um heim allan og halað inn tekjur sem nema rúmlega tíföldum kostnaði við gerð myndarinnar, sem voru 30 milljónir bandaríkjadala.

Mest þykir spennan vera í keppninni um verðlaun fyrir besta karlleikara í aðalhlutverki. Lengi hefur Casey Affleck þótt sigurstranglegastur, fyrir hlutverk sitt í myndinni Manchester by the Sea, en Denzel Washington hefur sótt á forskot hans síðustu vikur, miðað við tölur veðbanka, fyrir hlutverk sitt í Fences.

Hvað sem því líður er ljóst að mikið verður um dýrðir í kvöld.

Fyrsta skipti sem Kimmel kynnir

Alls eru 62 kvik­mynd­ir til­nefnd­ar í 24 flokk­um. La La Land er þar fremst í flokki með áðurnefndar 14 til­nefn­ing­ar en aðeins tvær kvik­mynd­ir, Tit­anic og All About Eve, hafa áður hlotið svo marg­ar til­nefn­ing­ar. Áhuga­vert verður að sjá hvort mynd­in slái nú­gild­andi met um flest verðlaun en þrjár mynd­ir hafa áður hlotið 11 Óskar­sverðlaun.

Óskar­sverðlauna­hátíðin hefst í dag klukk­an 16 að staðar­tíma í Los Ang­eles í Banda­ríkj­un­um. mbl.is mun að sjálfsögðu greina frá því sem þar fer fram.

Kynn­ir hátíðar­inn­ar er að þessu sinni spjallþátta­stjórn­and­inn Jimmy Kimmel og venju sam­kvæmt hefst hátíðin á ein­tali hans. Þar mun Kimmel að öll­um lík­ind­um gera góðlát­legt grín að gest­um hátíðar­inn­ar en þetta er í fyrsta skipti sem hann er kynn­ir Óskar­sverðlaun­anna. Kimmel hef­ur þó áður verið kynn­ir  á öðrum verðlauna­hátíðum, til dæm­is Emmy-verðlaun­un­um og Banda­rísku tón­list­ar­verðlaun­un­um.

Leikkonan Sofia Carson á rauða dreglinum í kvöld.
Leikkonan Sofia Carson á rauða dreglinum í kvöld. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler