Líflegur og geðþekkur

Paxton var tilnefndur til Emmy-verðlaunanna árið 2012 fyrir hlutverk í …
Paxton var tilnefndur til Emmy-verðlaunanna árið 2012 fyrir hlutverk í þáttunum Hatfields & McCoys. Mynd/AFP

Leikarinn Bill Paxton var mörgum kunnur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttaröðum og kvikmyndum en leikaraferill hans spannaði rúmlega 30 ár. Paxton var fjórum sinnum tilnefndur til Golden Globe-verðlaunanna og hlaut þá eina tilnefningu til Emmy-verðlaunanna.

Paxton lést um helgina, aðeins 61 árs að aldri, úr hjartaáfalli sem hann fékk í kjölfar fylgikvilla hjartaaðgerðar sem hann gekkst undir. Paxton var meðal annars þekktur fyrir hlutverk í myndum á borð við Aliens (1986), Apollo 13 (1995) og Titanic (1997) og fyrir hlutverk í sjónvarpsþáttaröðunum Big Love og Agents of S.H.I.E.L.D. Þá lék Paxton Earl í kvikmyndinni 2 Guns eftir íslenska leikstjórann Baltasar Kormák.

Fjölskylda, vinir og samstarfsfólk Paxton um allan heim segja Paxton hafa verið góðan, líflegan og geðþekkan leikara og mann en leikkonan Jennifer Aniston minntist hans meðal annars á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt er hún kynnti myndband þar sem kvikmyndagerðafólks sem lést á árinu var minnst.

Bill Paxton fæddist 17. maí 1955 í Texas í Bandaríkjunum. Hann fékk áhuga á kvikmyndagerð á unglingsárunum og flutti til Los Angeles þar sem hann hóf ferilinn í leikmunadeildinni. Þannig komst hann til að mynda í kynni við James Cameron þegar sá síðarnefndi, þá listrænn stjórnandi, réði hann til vinnu við kvikmyndina Galaxy of Terror (1981) í leikstjórn Bruce D. Clark.

Paxton sneri sér þó fljótlega að leik en eitt af hans fyrstu hlutverkum var sem hermaður í kvikmyndinni Stripes (1981) með Bill Murrey í aðalhlutverki. Paxton túlkaði þá nokkur önnur smáhlutverk á næstu árum, meðal annars í The Terminator (1984) og Aliens (1986) í leikstjórn James Cameron.

Þá gaf Cameron Paxton stærri hlutverk í kvikmyndunum True Lies (1994) og Titanic (1997) en þar lék hann annars vegar bílasala sem svindlar á aðalpersónunni Helen Tasker (Jamie Lee Curtis) og hins vegar vísindamanninn Brock Lovett sem finnur hálsmenið fræga í nágrenni skipsflaksins.

Paxton lék einnig í tveimur myndum í leikstjórn Ron Howard en hann var meðal annars einn af þremur geimförum í myndinni Apollo 13 (1995) og lék þar á móti stórleikurunum Tom Hanks og Kavin Bacon.

Paxton lék geimfarann Fred Heise í kvikmyndinni Apollo 13.
Paxton lék geimfarann Fred Heise í kvikmyndinni Apollo 13.

Paxton reyndi einnig fyrir sér sem leikstjóri og leikstýrði tveimur kvikmyndum, Frailty (2001) og The Greatest Game Ever Played (2005). 

Á síðustu árum varð Paxton þá mörgum kunnur fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttaröðinni Big Love en hann hlaut þrjár tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna fyrir hlutverk sitt sem fjölkvænismaðurinn Bill Henrickson. Þá var Paxton tilnefndur til Emmy-verðlaunanna fyrir smáþáttaröðina Hatfields & McCoys árið 2012.

Paxton skilur eftir sig eiginkonu sína til 30 ára, Louise Newbury, og tvö börn, James og Lydia.

New York Times

The Guardian

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant