Bjó til heimsins dýrasta taco

Dýrasta taco í heimi inniheldur kobe-nautakjöt, belúga-kavíar og brie-ost með …
Dýrasta taco í heimi inniheldur kobe-nautakjöt, belúga-kavíar og brie-ost með svörtum trufflum. Hveitikakan sjálf er svo stráð gullflögum. AFP

Rækjur, kavíar, trufflur og gullflögur eru ekki meðal hefðbundinna innihaldsefna í mexíkóskri taco-hveitiköku. Kokkurinn Juan Licerio Alcala hefur þó nýtt þessi hráefni til að búa til heimsins dýrasta taco. Verðmiðinn er aðeins 25.000 dollarar, eða rúmlega 2,7 milljónir króna, en taco er venjulega ódýr réttur í hveitiköku sem fá má hjá götusölum.

Enginn hefur enn pantað réttinn, sem Licerio er með á matseðlinum á veitingastaðnum Grand Velas Los Cabos á lúxusdvalarleyfisstaðnum í Baja í Kaliforníu. Licerio sagði AFP-fréttastofunni þó að málið snerist um að hugsa út fyrir kassann.

„Fólk verður spennt og hissa að frétta að það geti pantað taco fyrir 25.000 dollara, þegar það er vant að finna réttinn á 10 pesóa hjá næsta götusala,“ sagði hann.

„Síðan útskýri ég hnossgætið, tæknina og samhljóminn sem lyftir bragðlaukunum og gerir þetta þess virði.“

Við gerð réttarins notar Licerio taco hveitiköku sem er stráð með 24 karata gullflögum og fyllir hana með kobe-nautakjöti, belúga-kavíar, rækju og brie-osti með svörtum trufflum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson