Höfundur glæpasagna um Morse látinn

Rithöfundurinn Colin Dexter er látinn.
Rithöfundurinn Colin Dexter er látinn.

Colin Dexter, höfundur bókanna um lögregluforingjann Morse sem samnefndar þáttaraðir voru byggðar á, er látinn 86 ára að aldri. Hann lést á heimili sínu í Oxford í morgun. 

Glæpasögurnar um Morse skrifaði hann á árunum 1975 til 1999. Í þáttunum fór leikarinn John Thaw með hlutverk lögregluforingjans Morse sem margir íslenskir sjónvarpsáhorfendur þekkja. Í þáttunum um Morse kom fyrir aukapersónan Lewis sem síðar voru gerðir sér þættir sem einnig hafa verið sýndir hér á landi. 

Fyrstu glæpasöguna sína um Morse sem nefnist Last Bus to Woodstock skrifaði Dexter árið 1975 þegar hann var í fríi í Wales en þá síðust skrifaði hann 24 árum síðar. Í henni deyr Morse.

Áður en Dexter sneri sér alfarið að ritstörfum kenndi hann latínu og grísku í 13 ár.  

„Hann var hógvær og tryggur og mikill húmoristi sem gladdi marga. Hann var fluggáfaður og hjartahlýr og einstöku skáldsögur hans bera vitni um hvort tveggja,“ segir Maria Rejt, ritstjórinn hans hjá Macmillan, og bættir við: „Hann veitti öllum þeim sem unnu með honum mikinn innblástur.“

Leikarinn John Thaw fór með hlutverk lögregluforingjans Morse sem margir …
Leikarinn John Thaw fór með hlutverk lögregluforingjans Morse sem margir íslenskir sjónvarpsáhorfendur þekkja. Ljósmynd/Wikipedia
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant