Fær að syngja í gegnum beina útsendingu

Yuliya Samoilova fær að taka þátt í Eurovision en ekki …
Yuliya Samoilova fær að taka þátt í Eurovision en ekki að fara til Úkraínu. AFP

Rússneska söngkonan Yuliya Samoilova má nú taka þátt í Eurovision en aðeins með því að syngja frá Rússlandi í beinni útsendingu þar sem stuðst er við gervihnött. Hún fær ekki að koma til Úkraínu.

Skipuleggjendur keppninnar sem fram fer í Kænugarði í maí greindu frá ákvörðun sinni í dag en í gær var ákveðið að Samoilova mætti ekki koma til Úkraínu vegna ólöglegrar ferðar hennar til Krímskaga árið 2015. Var hún þar af leiðandi sett í þriggja ára inngöngubann til Úkraínu.

Samtökin EBU sem skipuleggja Eurovision ár hvert höfðu gagnrýnt ákvörðun úkraínskra stjórnvalda um að banna Samoilova að koma til Úkraínu og vonuðust eftir því að henni yrði snúið við.

Í tilkynningu frá EBU kemur fram að samtökin hafi unnið hörðum höndum að því að finna lausn á málinu til þess að viðhalda „ópólitísku eðli“ Eurovision. „EBU hefur tekið þá fordæmalausu ákvörðun að bjóða sjónvarpsstöðinni Channel One Russia tækifæri til þess að leyfa Yuliyu að taka þátt í keppninni með því að flytja lagið í beinni útsendingu í forkeppninni frá Rússlandi.“

Þá kom jafnframt fram að komist Samoilova áfram í aðalkeppnina yrði sama fyrirkomulag þar á. „Þetta er eitthvað sem hefur aldrei verið gert í 60 ára sögu keppninnar,“ sagði í tilkynningu EBU.

Segir jafnframt að þessi ákvörðun sé nauðsynleg til þess að halda í gildi Eurovision og að öll 43 löndin fái tækifæri til þess að taka þátt.

Rússnesk stjórnvöld tjáðu sig um málið í morgun og sögðust vona að Úkraínumenn myndu endurskoða ákvörðun sína. Utanríkisráðherra landsins, Sergei Lavrov, sagði ákvörðunina „á samvisku skipuleggjendanna“ í Úkraínu.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler