Jóhannes leikur Guðna og öfugt

„Þetta er hin beina leið í mark,“ segir Jóhannes Kristjánsson eftirherma þegar hann mælir í orðastað Guðna Ágústssonar fyrrverandi ráðherra. Þeir félagar hafa nú stillt saman strengi sína í dagskránni Eftirherman og orgninalinn og skemmta fólki austur á Flúðum annað kvöld og á Hotel Midgard á Hvolsvelli á laugardagkvöldið.

Á Suðurlandi, hinu gamla kjördæmi Guðna, eru þessir skemmtikraftar á heimavelli. “ Guðni þekkir Suðurlandið ágætlega og hefur riðið þar um héruð eins og hver önnur hetja,” sagði Jóhannes þegar hann bregður sér í líki Ólafs Ragnars Grímssonar, fyrrverandi forseta lýðveldisins. Þykir sennilegt að svipur hans muni sjást á samkomunum, sem verða bæði á Suðurlandi, í Salnum, í Kópavogi, Landnámssetrinu í Borgarfirði og víðar eftir atvikum.

„Ég er að leika Jóhannes og Jóhannes leikur mig,“ segir í frægri vísu um þessa félaga sem hafa fylgst að í áratugi – og geta kannski hvor án hins verið.  Hinn raunverulegi Guðni Ágústsson segir að hinir einstöku hæfileikar Jóhannesar, sem hefur tekið hann fyrir við öll möguleg tilefni, hafi stutt vel við sig á ferli í pólitíkinni. „Þeir urðu langlífir í pólitík sem hann hermdi eftir,“ segir Guðni sem hlakkar mikið til að fara út á land með Jóhannesi – til að skemmta fólkinu og fagna íslenska vorinu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant