Músíktilraunir í Hörpu

Hljómsveitakeppnin Músíktilraunir hefst í Hörpu í kvöld kl. 19.30 og verður fram haldið næstu daga. Þetta er í 35. sinn sem keppnin er haldin. Að þessu sinni taka 33 hljómsveitir þátt í keppninni, en keppt er á fjórum kvöldum, í kvöld, sunnudagskvöld, mánudagskvöld og þriðjudagskvöld. 

Tvær hljómsveitir komast í úrslit hvert kvöld, eina velja áheyrendur og eina velur sérstök dómnefnd. Úrslitin verða haldin laugardaginn 1. apríl.

Dómnefndin er skipuð undirrituðum, Árna Matthíassyni og þeim Grími Atlasyni, Gunnari Gunnarssyni, Hildi Guðnýju Þórhallsdóttur, Kristjáni Kristjánssyni og Ragnheiði Eiríksdóttur.

Hljómsveitirnar sem hreppa efstu sæti keppninnar hljóta ýmis verðlaun, en einnig eru hljóðfæraleikarar verðlaunaðir og viðurkenning veitt fyrir textagerð. Sigursveitin fær 20 hljóðverstíma í Sundlauginni ásamt hljóðmanni og gjafabréf frá Icelandair þar sem verður flogið til Evrópu og spilað á tónleikum, auk þess sem hún fær að spila á Iceland Airwaves-hátíðinni og á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður, 30 þúsund króna inneign frá vinyll.is, 20 þúsund króna úttekt frá 12 tónum og Styrk úr Minningarsjóði Péturs Kristjánssonar.

Sveitin í öðru sæti fær 20 hljóðverstíma í Hljóðheimum ásamt hljóðmanni og spilar á Iceland Airwaves-hátíðinni, 20 þúsund króna inneign frá vinyll.is og 15 þúsund króna úttekt frá 12 tónum.

Fyrir þriðja sæti fást 20 hljóðverstímar í Aldingarðinum ásamt hljóðmanni, 10 þúsund króna úttekt frá vinyll.is og 10 þúsund króna úttekt frá 12 tónum.

Áheyrendur velja Hljómsveit fólksins sem fær að launum upptökutæki frá Tónastöðinni, 20.000 kr. úttekt frá Smekkleysu, plötubúð, og að spila í beinni á Rás 2 í Popplandi.

Söngvari Músíktilrauna fær Shure Beta 58-hljóðnema frá Hljóðfærahúsinu, gítarleikari Músíktilrauna fær 30.000 kr. úttekt frá Tónastöðinni, bassaleikari Músíktilrauna fær 30.000 kr. úttekt frá Tónastöðinni, trommuleikari Músíktilrauna fær 30.000 kr. úttekt í Hljóðfærahúsinu, hljómborðsleikari Músíktilrauna fær 30.000 kr. úttekt frá Tónastöðinni og rafheili Músíktilrauna fær 30.000 kr. úttekt frá Tónastöðinni og mix og masteringu á þremur lögum frá Möller Records.

Blúsuðustu hljómsveit tilraunanna verður boðið að spila á Blúshátíð í Reykjavík sem fer fram 8.-13. apríl.

Forlagið veitir viðurkenningu fyrir bestu texta á íslensku, bókagjöf og ársáskrift að snara.is.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson