Þeir látnu verða ekki með!

Rúnar Guðjónsson, Mjöll Hólm, Bertha Biering og Garðar Guðmundsson.
Rúnar Guðjónsson, Mjöll Hólm, Bertha Biering og Garðar Guðmundsson. Eggert Jóhannesson

„Þetta fer allt í hringi. Ég er með einn sex ára og þegar við komum út í bíl segir hann alltaf: Afi, spilaðu lögin þín!“ segir Garðar Guðmundsson, einn af frumherjum rokksins á Íslandi, en hvorki fleiri né færri en tólf söngvarar efna til tónleika í Salnum í Kópavogi föstudaginn 21. apríl kl. 20.

„Við erum rokkararnir; þeir einu sönnu en ekki þeir sem eru núna að fylla Hörpu. Það liggur við að þeir gætu verið barnabörnin okkar,“ segir annar frumherji, Rúnar Guðjónsson. Flestir í hópnum slitu fyrstu rokkbomsunum fyrir 1960 en hópurinn hefur hist reglulega frá árinu 1983 undir forystu Garðars Guðmundssonar.

„Það eru nokkrir úr þeim hópi látnir,“ segir Garðar og Mjöll Hólm tekur upp þráðinn, sposk á svip: „Og þeir verða ekki með að þessu sinni. Alla vega ekki svo vitað sé.“

Það er greinilega létt stemning í hópnum og Rúnar botnar þessa umræðu: „Og hinir látnu verða syngjandi vitlausir yfir því að við séum hér – og þeir ekki.“

Á efnisskrá verða gömlu rokkstandardarnir og syngur hver flytjandi með sínu nefi. „Þessi gömlu rokklög standa alltaf fyrir sínu,“ segir Bertha Biering. „Maður finnur svo vel hvað það lifnar yfir fólki þegar við byrjum að syngja þau.“

Og áhrifa frumherjanna gætir enn. „Hverjar unnu Músíktilraunir um daginn? Jú, ungar stúlkur með melódíu,“ bendir Rúnar á.

Á tónleikunum í Salnum fagna Frumherjar rokksins sérstaklega endurkomu Haralds G. Haralds, en hann hefur ekki komið fram með hópnum í um aldarfjórðung. Ellefu aðrir söngvarar troða upp: Garðar Guðmundsson, Mjöll Hólm, Rúnar Guðjónsson, Bertha Biering, Helena Eyjólfsdóttir, Þorvaldur Halldórsson, Þorsteinn Eggertsson, Fjóla Ólafsdóttir, Þór Nielsen, Stefán Jónsson og Ómar Ragnarsson, sem jafnframt er kynnir á tónleikunum. 

Nánar er rætt við frumherja rokksins í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Loka