Ný mynd um Besta flokkinn í vinnslu

Breskt framleiðslufyrirtæki sem tengist leikaranum Simon Pegg hyggst gera leikna kvikmynd um sögu Besta flokksins. Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um upptökustaði, en Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, hefur verið í samræðum við fyrirtækið og segist leggja áherslu á að myndin verði tekin upp hér á landi.

Jón Gnarr var í viðtali við Svala og Svavar á K100 í morgun og ræddi hann þar meðal annars þetta kvikmyndaverkefni. Ætlaði Jón að ræða við framleiðendurna í dag og fara nánar yfir verkefnið, en hann segir að meðal annars hafi verið horft til þess að staðfæra söguna og taka hana upp í smábæ í Skotlandi.

Jóni finnst það hins vegar ekki jafn spennandi hugmynd. „Þetta gerðist ekki þar,“ segir hann og bætir við að hann leggi áherslu á að sagan gerðist á Íslandi.

Simon Pegg er meðal annars þekktur fyrir leik sinn í Shaun of the dead, Hot Fuzz,  Star Trek myndum og Mission impossible myndum.

Í viðtalinu ræðir Jón einnig um lífið í Houston í Bandaríkjunum og hvernig er að vera háskólaprófessor þar í borg í skapandi skrifum. Þá ræðir hann einnig nýja bók sem hann vinnur að um Jogu, konuna sína. Fjallar hún um slys sem Jóga lenti í árið 1980 og varð til þess að hún fór í mál við tryggingafélag um bætur. Vann hún málið á öllum dómstigum og varð málið í kjölfarið fordæmisgefandi um öll Bandaríkin.

Hægt er að hlusta á K100 í beinni hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler