Austurríski náttúruverndarsinninn Christian Shuhboeck og umhverfisverndarsamtök hans Alliance for Nature hafa birt myndir af nöktum konum í því skyni að mótmæla lestargöngum.
Samkvæmt Extra bladet telur Shuhboeck að göngin hafi slæm áhrif á umhverfið og er ekki á þeirri skoðun að gefast upp þrátt fyrir að göngin sem eiga að stytta ferðina töluvert hafi verið á dagskrá síðan 2012.
Til þess að vekja athygli á málstaðnum hafa samtökin tekið til þess ráðs að birta myndir af berum konum. Ekki fylgir sögunni hvort herferðin hafi skilað miklum árangri.