Leikarinn Powers Boothe látinn

Powers Boothe er látinn.
Powers Boothe er látinn. Ljósmynd/Wikiepedia/Jane Boursaw

Leikarinn Powers Boothe, sem var þekktur fyrir hlutverk sín í Sin City, Deadwood og S.H.I.E.L.D, er látinn, 68 ára gamall.

Að sögn upplýsingafulltrúa Boothe lést hann af náttúrulegum orsökum á heimili sínu í Los Angeles í gær.

Boothe lék Gideon Malick í sjónvarpsþáttunum S.H.I.E.L.D. og síðar í kvikmyndinni The Avengers. Hann lék einnig í þáttunum Nashville og 24.

Hann vann Emmy-verðlaunin árið 1980 fyrir hlutverk sitt í Guyana Tragedy: The Story of Jim Jones, að því er BBC greindi frá.

Leikarinn Beau Bridges minntist vinar síns Boothe á Twitter og sagði hann „frábæran leikara og dyggan föður og eiginmann“.

Boothe var þekktur fyrir að leika illmenni í hinum ýmsu kvikmyndum, þar á meðal í Tombstone og Sudden Death.

Hann lék bareigandann Cy Tolliver í sjónvarpsþáttunum Deadwood sem gerðust í villta vestrinu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant