Rauðnefjaðir strætisvagnar

Saga Garðarsdóttir og Dóra Jóhannsdóttir við strætó með rautt nef.
Saga Garðarsdóttir og Dóra Jóhannsdóttir við strætó með rautt nef.

Dagur rauða nefsins hjá UNICEF verður haldinn 9. júní næstkomandi. Í tilefni þess hefur strætó sett upp rautt nef og á götum Reykjavíkur sjást því rauðnefjaðir strætisvagnar með skilaboðunum „Besta leiðin til að breyta heiminum“ en þar er vísað í UNICEF og heimsforeldra

„Dagur rauða nefsins er langstærsti viðburður UNICEF á Íslandi. Hann nær hámarki í beinni útsendingu á RÚV föstudaginn 9. júní þar sem grínistar, leikarar, fjölmiðlafólk og tónlistarmenn búa til ógleymanlegt kvöld og skora á áhorfendur að hjálpa börnum og gerast heimsforeldrar UNICEF,“ segir í tilkynningu frá UNICEF.

Grínstjórar á degi rauða nefsins eru leikkonurnar og grínistarnir Saga Garðarsdóttir og Dóra Jóhannsdóttir. Í þættinum verða sýndir „sketsar“ sem þær ásamt fjölda listamanna hafa unnið að.

„Þetta er sennilega það mest gefandi sem við höfum gert. Það eru algjör forréttindi að fá að vinna að skemmtiefni en vera um leið að leggja hjálparstarfi lið,“ segja Saga og Dóra í fréttatilkynningu.

„Rauða nefið táknar gleði og hlátur, nokkuð sem ætti að vera stór hluti af lífi allra barna. Það er líka gaman að gefa og hláturinn getur lengt lífið … í bókstaflegri merkingu,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant