Prodigy í miklu stuði á Secret Solstice

Keith Flynt, söngvari The Prodigy á sviðinu í kvöld.
Keith Flynt, söngvari The Prodigy á sviðinu í kvöld. mbl.is/Hanna

Breska hljómsveitin The Prodigy steig síðust á stokk á Valhallar-sviðinu á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í kvöld.

Hellirigning var í upphafi tónleikanna en tónleikagestir létu það ekki á sig fá. 

Hljómsveitin hóf tónleikana af krafti og á meðal laga sem fengu að hljóma voru Firestarter og Smack My Bitch Up af plötunni vinsælu Fat of the Land sem kom út fyrir tuttugu árum síðan.

Tónleikagestir, sáttir við The Prodigy.
Tónleikagestir, sáttir við The Prodigy. mbl.is/Hanna

Hljómsveitin hef­ur þar með komið fimm sinnum fram hér á landi, en síðustu tónleikar hennar hér voru haustið 2004. Sveitin á því dyggan aðdáendahóp á Íslandi.

XXX Rottweiler á Secret Solstice.
XXX Rottweiler á Secret Solstice. mlb.is/Hanna

Önnur bresk sveit, Foreign Beggars, hitaði upp fyrir The Prodigy í kvöld, auk þess sem rappararnir í XXX Rottweiler tróðu upp á Valhallar-sviðinu. 

mbl.is/Hanna

Á Gimlis-sviðinu spilaði jafnframt íslenska hljómsveitin Cyber.

Cyber kom fram á hátíðinni.
Cyber kom fram á hátíðinni. mbl.is/Hanna
mbl.is/Hanna
mbl.is/Hanna
mbl.is/Hanna
mbl.is/Hanna
mbl.is/Hanna
mbl.is/Hanna
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant