Bauð Emmanuel Macron út að borða

Pamela Anderson reynir að bjarga ástmanni sínum, Julian Assange.
Pamela Anderson reynir að bjarga ástmanni sínum, Julian Assange. mbl.is/AFP

Pamela Anderson er ekki við eina fjölina felld en nú hyggst hún opna veitingastað í 50 daga í Saint Tropez í Frakklandi. Hún hefur boðið Emmanuel Macron, forseta Frakklands, og eiginkonu hans Birgitte Macron að snæða þar. 

Það er ekki einskær góðmennska sem liggur að baki boði hennar en samkvæmt The Local vonast Anderson til þess að geta fengið forsetann til að veita Julian Assange hæli, en Wikileaks-stofnandinn og Baywatch-stjarnan eru sögð eiga í ástarsambandi og er Anderson ólm í að Assange fái að leika lausum hala eftir að hafa haldið sig í sendiráði Ekvador í London í fimm ár. 

Á heimasíðu sinni lýsir Anderson veitingastaðnum sem kynþokkafullum og 100 prósent vegan. 

Frönsku forsetahjónin Emmanuel og Birgitte Macron njóta vinsælda.
Frönsku forsetahjónin Emmanuel og Birgitte Macron njóta vinsælda. mbl.is/AFP
Ætli Emmanuel Macron verði við beiðni Pamelu Anderson.
Ætli Emmanuel Macron verði við beiðni Pamelu Anderson. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler