Vertu meira brjálaður!

Myndlistarmaðurinn Sigtryggur Berg Sigmarsson fer með aðalhlutverkið og eina hlutverkið …
Myndlistarmaðurinn Sigtryggur Berg Sigmarsson fer með aðalhlutverkið og eina hlutverkið í myndbandinu. Ljósmynd/ Þorgeir Guðmundsson

Nýtt myndband við lagið Þú lýgur með rokksveitinni HAM hefur litið dagsins ljós og vakið töluverða athygli. Leikstjóri myndbandsins er Þorgeir Guðmundsson og í því leikur myndlistar og tónlistarmaðurinn Sigtryggur Berg Sigmarsson sem dansar, öskrar og skríður í gegnum lagið. HAM gaf út í dag sína þriðju hljóðversplötu, Söngv­ar um hel­víti mann­anna og heldur tvenna útgáfutónleika, í kvöld og annað kvöld á Húrra í Reykjavík. 

Leikstjóri og tökumaður er Þorgeir Guðmundsson.
Leikstjóri og tökumaður er Þorgeir Guðmundsson.

„Það er nú kannski ekkert mikið um þetta myndband að segja. Ég ýtti bara á rec takkann á vélinni og svo á takkann á Sigtryggi,“ segir kvikmyndaleikstjórinn og tónlistarmaðurinn Þorgeir, en snýst svo hugur. „Nei, grunnhugmyndina á Arnar Geir Ómarsson trommari í HAM. Hann vildi gera dans myndband með Sigtryggi Berg sem prýðir líka plötumslagið sem Arnar Geir hannaði. Mér leist að sjálfsögðu vel á það," segir Þorgeir. 

„Fyrst ætluðum við að gera myndband við lagið Vestur Berlín og og ég vildi fara til Berlínar og skjóta þar. En slikt kostar auðvitað tíma og pening og svo eru þessir menn í Ham svolítið uppteknir menn. Addi sagði bara "you’re on your own”. Þannig að sú hugmynd var útfærð á þennan hátt í staðinn, þannig að Sigtryggur byrjar skríðandi í náttúrunni og ferðast svo um borg óttans. Svo langaði mig að prófa að blanda þessu við gamlar tökur af HAM á tónleikum og þannig mótaðist þessi saga að Sigryggur er á leiðinni eitthvert og endar á tónleikum með HAM, skríðandi innan um lappir tónleikagesta og upp að ljósinu við sviðið."

Þorgeir segir Sigtrygg Berg vera búinn að þróa þennan karakter lengi í myndlistargjörningum sínum Shivering Man og svo áfram í dansverkum með Ernu Ómars og fleirum, til dæmis nýlega í dansverkinu Fórn í Borgarleikhúsinu þar sem hann lék stórt hlutverk.

„Við byrjuðum á því að rúnta um og þegar við sáum heppilega tökustaði stukkum við út með vélina og leikstjórn mín fólst aðallega í því að kalla bara annað slagið, vertu meira brjálaður, vertu meira brjálaður!“

Eins og áður sagði stígur sveitin HAM á stokk í kvöld og annað kvöld á Húrra og húsið opnar kl 21. Miðar eru fáanlegir á Tix.is. Á föstudaginn 23. júní kl. 17 mæta svo HAM menn í Lucky Records við Rauðarárstíg og árita plötuna. 

Myndbandið við Þú lýgur má svo sjá hér að neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson