Sænski leikarinn Michael Nyqvist látinn

Michael Nyqvist ásamt Noomi Rapace í The Girl With the …
Michael Nyqvist ásamt Noomi Rapace í The Girl With the Dragon Tattoo.

Sænski leikarinn Michael Nyqvist, sem lék eitt aðalhlutverkanna kvikmyndunum sem gerðar voru eftir Millenium-þríleik Stieg Larsson, er látinn. Hann var 56 ára. Samkvæmt talsmanni leikarans lést hann umkringdur fjölskyldunni eftir árs langa baráttu við lungnakrabbamein.

Frá þessu greinir Variety.

„Gleði og ástríða Michael voru smitandi fyrir þá sem þekktu hann og elskuðu. Persónutöfrar hans og náðargáfa voru óyggjandi og ást hans á listunum fór ekki fram hjá þeim sem urðu þeirrar ánægju aðnjótandi að vinna með honum,“ segir m.a. í yfirlýsingu talsmanns Nyqvist.

Leikarinn var frægastur fyrir hlutverk blaðamannsins Mikael Blomkvist í Millenium-sjónvarpsþáttunum, sem seinna voru gerðir að kvikmyndum; The Girl With the Dragon Tattoo, The Girl Who Played With Fire og The Girl Who Kicked the Hornet's Nest.

Auk fjölda hlutverka í sænskum kvikmyndum fór Nyqvist með hlutverk illmennisins í Mission: Impossible – Ghost Protocol og lék við hlið Keanu Reeves í John Wick.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant