Er ekki samkynhneigð

Cara Delevingne segir vini sína oft hugsa gamaldags.
Cara Delevingne segir vini sína oft hugsa gamaldags. AFP

Fyrirsætan og leikkonan Cara Delevingne sagði í viðtali við Glamour að hún þyldi ekki þegar fólk gerði ráð fyrir því að hún væri samkynhneigð. 

Delevingne er tvíkynhneigð og hefur talað mjög opinskátt um það í fjölmiðlum.

Í viðtalinu segir hún að gagnkynhneigðu vinir hennar valdi henni oft vonbrigðum með því að hugsa gamaldags og skilja ekki hvað það þýðir að vera tvíkynhneigð.

„Þú getur verið í sambandi með stelpu eina mínútu og strák þá næstu,“ sagði Delevingne og bætti við að vinir hennar skildu ekki þegar hún segðist vera skotin í strák. 

„Ef ég giftist manni, þá fer fólk örugglega að segja að ég hafi verið að ljúga um kynhneigð mína, en það er ekki þannig,“ sagði hún í viðtalinu. 

Thrilled to be on the cover of @glamourmag’s August issue! Read my interview, link in my bio

A post shared by Cara Delevingne (@caradelevingne) on Jun 29, 2017 at 2:10pm PDT



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant