Lúinn en náði markmiðinu

Ásgeir þandi raddböndin.
Ásgeir þandi raddböndin. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég verð að viðurkenna að ég er svolítið lúinn,“ segir tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti í samtali við mbl.is en hann hefur nýlokið við 24 klukkustunda upptöku. Þar reyndi hann að taka upp eins margar sjö tommu vínylplötur og hann gat í hinu sögufræga hljóðveri Hljóðrita í Hafnarfirði.

„Við náðum 31 plötu með tveimur lögum á hverri plötu,“ segir Ásgeir og kveðst ekki vita hvort það sé mikið eða lítið en markmiðið hafi náðst. „Við vonuðumst eftir nákvæmlega þessu. Markmiðið var einhvers staðar á bilinu 30-40.

Stund milli stríða.
Stund milli stríða. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ásgeir segir að það sé maður í hljóðverinu sem sé vínylgerðarmaður sem hann hafi langað að vinna með. „Við fengum þessa hugmynd að taka upp 7 tommu plötu sem væri eingöngu til í einu eintaki. Við tvinnuðum þetta saman við „Slow-TV“,“ segir Ásgeir en sýnt var beint frá Hljóðrita í hægvarpi á ruv.is.

Aðdáendur Ásgeirs munu eiga kost á því að næla sér í þessar einstöku plötur í alþjóðlegri fjársjóðsleit. „Plöturnar verða flestar seldar á samstarfsaðila úti í heimi og þau verða með einhvers konar ratleik á sínu svæði, eða landi, og aðdáendur geta því fundið plöturnar. Ég veit reyndar ekki nákvæmlega hvernig því verður háttað,“ segir Ásgeir sem heldur norður á morgun og spilar á tvennum tónleikum á Hvammstanga á laugardag.

Hann fer síðan út ásamt hljómsveit 15. þessa mánaðar. „Þá tökum við Frakkland, Ástralíu og Japan áður en við förum til Bandaríkjanna. Þetta verður fram og aftur út allt árið,“ segir Ásgeir. Áður en að því öllu kemur ætlar hann hins vegar heim að taka langþráða kríu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant