South Park gerir minna grín að Trump

South Park mun gera minna grín að Donald Trump.
South Park mun gera minna grín að Donald Trump. AFP

Annar höfundur teiknimyndaþáttanna South Park segir að þátturinn ætli að hafa færri brandara um Donald Trump Bandaríkjaforseta í komandi þáttum en hafa verið hingað til.

Trey Parker sagði að þátturinn hefði falið í þá gryfju að hæðast að forsetanum í hverri viku. 

„Við erum orðnir þáttur þar sem fólk kveikir og sér hvernig grín er gert að Trump í þetta skiptið. Ég og Matt [Stone, hinn handritshöfundurinn] þolum þetta ekki en við festumst í þessu,“ sagði Parker.

Parker bætti við að hann og Stone vildu að þátturinn sneri aftur að upprunanum en hann hefur verið í sýningu í 20 ár.

„Við gætum eflaust sett upp stór skilti og sagt „sjáið hvað við ætlum að gera við Trump í næstu viku!“ og við myndum fá svakalegt áhorft. Mér er bara alveg sama um það,“ sagði Parker.

Don­ald Trump Jr. son­ur Bandaríkjaforseta brást við viðtalinu við Parker á Instagram-síðu sinni. „Hahahahaha, South Park mun hætta með Trump brandarana til að forðast að verða eins og CNN. Ótrúlegt.“

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant