Var ráðlagt að leyna krabbameininu

Kathy Bates var ráðlagt að segja ekki frá þegar hún …
Kathy Bates var ráðlagt að segja ekki frá þegar hún greindist með krabbamein. skjáskot/Imdb.com

Leikkonan Kathy Bates var ráðlagt að leyna krabbameinsbaráttu sinni fyrst þegar hún var greind. Nú hins vegar talar leikkonan opinskátt um veikindi sín en hún hefur bæði greinst með brjóstakrabbamein og krabbamein í eggjastokkunum. 

Page Six greinir frá því að árið 2003 hafi kvensjúkdómalæknirinn hennar ráðlagt að segja ekki frá krabbameini sem hún var með í eggjastokkunum. Kvensjúkdómalæknirinn, sem átti mann sem vann í skemmtanabransanum, varaði hana við að segja frá þar sem þetta þætti skömm í Hollywood.

Bates ákvað hins vegar að stíga fram þegar hún var með brjóstakrabbamein. Þá sá hún Melissu Etherige spila sköllótta á tónleikum, en hún hafði greinst með krabbamein. 

Bates lét taka bæði brjóstin og neitar að nota gervibrjóst þegar hún leikur. „Ég er ekki með brjóst þannig af hverju ætti ég að þykjast?“ sagði Bates.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant