Ásökuð um að gefa ekki þjórfé

Kendall Jenner.
Kendall Jenner. mbl.is/AFP

Raunveruleikastjarnan Kendall Jenner var ásökuð af bar í Brooklyn um að sleppa því að gefa þjóni sínum þjórfé. Daily Mail fjallar um málið. 

Þjónn Jenner tók mynd af kvittuninni og birti á Instagram-síðu barsins en kvittunin sýnir að raunveruleikastjarnan borgaði fyrir matinn með kreditkorti, sem kostaði um 2.500 krónur, en skrifaði ekkert í dálkinn fyrir þjórfé.

Undir myndina skrifaði hann „Ekki gleyma að gefa barþjóninum ykkar þjórfé.“

Í Bandaríkjunum er ströng hefð fyrir því að gefa þjóni sínum þjórfé sem er í kringum tíu til 20 prósent af heildarupphæð reikningsins en það veltur á þjónustu þjónsins.

„Næst borga ég ekki þjórfé með reiðufé,“ skrifaði Jenner á Twitter og var ekki lengi að svara fyrir sig. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler