Ber kennsl á „ómerkilega hugleysingja“

Jennifer Lawrence segir öfga þjóðernissinna ekki geta falið sig frá …
Jennifer Lawrence segir öfga þjóðernissinna ekki geta falið sig frá internetinu. AFP

Bandaríska kvikmyndaleikkonan Jennifer Lawrence hefur gengið til liðs við þá sem vilja bera kennsl á öfga þjóðernissinna sem tóku þátt í mótmælunum í Virginíu um helgina. 

Lawrence birti fjórar myndir á Facebook-síðu sína sem að sýna andlit nokkurra þeirra öfga þjóðernissinna sem að mótmæltu því að stytta af hershöfðingja Suðurríkjanna yrði fjarlægð og bað fylgjendur sína um að bera kennsl á þá sem þau þekktu.

Undir myndina skrifaði leikkonan að fólkið sem tók þátt í þessum mótmælum geti ekki falið sig frá internetinu og kallaði það ómerkilega hugleysingja. 

Lawrence er með 16 milljón fylgjendur á Facebook og hafa nú þegar tæplega 8.000 manns deilt fréttinni. 

Borin hafa verið kennsl á nokkra menn frá göngunni á netinu og hefur meðal annars einn misst vinnu sína og annar útskúfaður af fjölskyldu sinni fyrir að hafa tekið þátt í þessum mótmælum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant