Draumur að vinna fyrir Gervais

Lilja Katrín og Ricky Gervais í Hörpu í apríl síðastliðnum.
Lilja Katrín og Ricky Gervais í Hörpu í apríl síðastliðnum. Ljósmynd/Aðsend

„Þetta er fáránlegur draumur sem er að rætast,” segir Lilja Katrín Gunnarsdóttir sem hefur starfað fyrir breska grínistann Ricky Gervais að undanförnu ásamt vinkonu sinni og tökumanninum Helgu Einarsdóttur.

Fyrir uppistand Gervais hérlendis í apríl síðastliðnum var Helga fengin til að taka upp efni á bak við tjöldin í Hörpu vegna uppistandsferðar hans Humanity Tour. Lilja Katrín segist hafa troðið sér inn í það verkefni sem aðstoðarkona hennar vegna áralangrar aðdáunar sinnar á grínistanum, sem sló í gegn á sínum tíma með sjónvarpsþáttunum The Office.

Í leiðslu þegar Gervais nálgaðist

Í Hörpu náðu þær tali af aðdáendum Gervais, bæði fyrir og eftir sýninguna, auk þess sem Lilja Katrín tók viðtal við grínistann fyrir utan bygginguna. „Ég var í leiðslu þegar ég labbaði á móti honum á ganginum í Hörpu. Þetta var ólýsanlegt enda er ég búin að vera mikill aðdáandi hans. Ég á allt uppistandið hans á DVD og nánast allt sjónvarpsefnið. Mesta orkan fór í að vera ekki eins og fáviti og segja ekki eitthvað fáránlegt,” greinir hún frá.

Lilja Katrín í góðum gír ásamt tökumanninum Helgu Einarsdóttur.
Lilja Katrín í góðum gír ásamt tökumanninum Helgu Einarsdóttur. Ljósmynd/Aðsend

Ósló og Kaupmannahöfn næst á dagskrá 

Að uppistandinu loknu, sem heppnaðist einkar vel, héldu þær Lilja Katrín og Helga að tækifærin til að starfa fyrir Gervais yrðu ekki fleiri. Það reyndist ekki rétt því í framhaldinu voru þær beðnar um að taka upp samskonar efni fyrir uppistand hans í Svíþjóð í maí og á morgun leggja þær af stað til Óslóar þar sem Gervais stígur næst á svið. Einnig munu þær starfa fyrir hann í lok september í Kaupmannahöfn. Líklegt er að myndefnið rati í sjónvarpsþátt á Netflix þar sem Gervais er fylgt eftir á uppistandsferðalaginu.  

Lilja Katrín segir afar gott að vinna með grínistanum og að hann sé „súper” almennilegur, rétt eins og sambýliskonan hans Jane Fallon sem er ávallt með honum í för. „Þetta er ótrúlega venjulegt og almennilegt fólk.”

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler