Ágústa Eva og Gunni gefa út plötu

Ágústa Eva Erlendsdóttir og Gunni Hilmarsson.
Ágústa Eva Erlendsdóttir og Gunni Hilmarsson. Ljósmynd/Saga sig

Í dag kemur fimmta smáskífa Sycamore Tree út, lagið Trouble. Um er að ræða síðustu smáskífuna áður en plata hljómsveitarinnar Shelter kemur út þann 24. sept. 

„Við höfum setið á Trouble-laginu í nokkurn tíma og það er óhætt að segja að við höfum aldrei hlakkað jafnmikið til að senda fá okkur lag. Við eiginlega bara elskum þetta lag og finnst það mikilvægur nýr flötur á hlljóðheiminum sem við höfum skapað frá fyrsta lagi og til dagsins í dag. Það er meira „grit“ í því en í fyrri lögum okkar en svo sannarlega með þennan Sycamore Tree-hljóm sem fólk hefur tekið svo svakalega vel. Lagið fjallar um ástina eins og flest okkar verk en þetta fjallar samt um aðra hlið ástarinnar. Það fjallar um fólk sem dregst að og fellur alltaf fyrir týpunni sem hentar því ekki og allt endar í einhverju rugli. Margir geta tengt við þetta. Svona sambönd sem eru alger bomba, full af ást og tilfinningum og miklum blossa sem gengur yfir jafnhratt og hann kom. Þetta brot úr textanum lýsir þessu vel „I never quite liked you but I always seem to fall for the wrong guy. You are not even that nice to me and I am always so mean to you. But when we kiss my knees just seem to give in to you.“  Okkur finnst gaman að skoða ástina frá öllum hliðum. Hún er jú alls konar og flókin,“ segir Gunni Hilmarsson en hann skipar hljómsveitina ásamt Ágústu Evu Erlendsdóttur. 

„Við spiluðum þetta lag fyrst saman síðasta vetur og það beið í nokkurn tíma áður en við tókum það upp. Ómar Guðjónsson tónlistarmaður er sá sem útsetur Trouble eins og þau lög sem hafa komið frá okkur. Hann er svo sannarlega þriðja kryddið sem gefur þetta „bragð“ sem Sycamore Tree er nú þekkt fyrir enda alger snillingur og þjóðargersemi! Við fórum með þetta lag í átt sem okkur finnst afar svöl, smá gamaldags eins og hin lögin en samt nýr flötur fyrir okkur og Ágústa Eva er svo sannarlega í toppformi eins og alltaf með frábæra túlkun á skemmtilegu viðfangsefni.“

Útgáfutónleikarnir verða í Hörpunni 24. september. 

Ágústa Eva Erlendsdóttir.
Ágústa Eva Erlendsdóttir. Ljósmynd/Saga Sig
Gunni Hilmarsson.
Gunni Hilmarsson. Ljósmynd/Saga Sig
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler