Fjórar systur fögnuðu titli

Málfríður Anna og Hlín Eiríksdætur ásamt móður sinni, Guðrúnu Sæmundsdóttur.
Málfríður Anna og Hlín Eiríksdætur ásamt móður sinni, Guðrúnu Sæmundsdóttur. Eiríkur Sigurðsson

Segja má að Eiríkur Sigurðsson skipstjóri og eiginkona hans og fyrrverandi fótboltakonan Guðrún Sæmundsdóttir hafi alið af sér hæfileikaríkar knattspyrnustúlkur, en dætur þeirra fjórar hafa allar fagnað titli á árinu.

„Þetta er svolítið magnað, það er alveg óhætt að segja það. Þær standa sig vel,“ sagði Eiríkur í samtali við mbl.is. Yngri dætur hans tvær spila báðar með Víkingi í Reykjavík, en þær fögnuðu meistaratitli síðastliðinn sunnudag. Bryndís Eiríksdóttir fagnaði sigri í úrslitaleik B-liða 4. flokks kvenna gegn FH og síðar sama dag var það Arna Eiríksdóttir sem fagnaði sigri í úrslitaleik 3. flokks kvenna gegn Val að Hlíðarenda.

Liðsfélagar úr Víkingi halda á Bryndísi Eiríksdóttur eftir að hún …
Liðsfélagar úr Víkingi halda á Bryndísi Eiríksdóttur eftir að hún skoraði sigurmark sem kom liðinu í undanúrslit Símamótsins. Eiríkur Sigurðsson

„Það sem er kannski merkilegast í þessu er að mamma þeirra er margfræg fótboltakona og spilaði alltaf með Val. Þess vegna finnst Víkingsstelpunum mínum enn þá skemmtilegra að vinna Val, það er bara markmiðið frá upphafi til enda,“ segir Eiríkur, en eldri dæturnar tvær hafa gegnt lykilhlutverki í 2. og Meistaraflokki Vals í sumar og fagnaði 2. flokkurinn sigri í B-deild fyrr í mánuðinum.

Arna Eiríksdóttir Íslandsmeistari í 3. flokki eftir sigur gegn Val.
Arna Eiríksdóttir Íslandsmeistari í 3. flokki eftir sigur gegn Val. Eiríkur Sigurðsson

„Sú elsta, Málfríður Anna, er farin út til Bandaríkjanna að spila fyrir Vermont-háskóla og Hlín er úti í Þýskalandi að spila með U-19 landsliðinu. Hún skoraði tvö mörk í síðasta leik en þær töpuðu fyrir Þýskalandi í dag sem var fyrsti tapleikurinn hjá þeim.“

Eiríkur segir engar ýkjur að stelpurnar hafi fengið knattspyrnuhæfileikana frá móður sinni.

Eiríkur tekur armbeygjur með eldri dætrunum, þeim Hlín og Málfríði …
Eiríkur tekur armbeygjur með eldri dætrunum, þeim Hlín og Málfríði Önnu. Eiríkur Sigurðsson
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson