Julia Louis-Dreyfus er með krabbamein

Julia Louis-Dreyfus.
Julia Louis-Dreyfus. AFP

Bandaríska leikkonan Julia Louis-Dreyfus er með brjóstakrabbamein. Leikkonan, sem er þekktust fyrir leik sinn í gamanþáttunum Seinfeld, greindi frá veikindum sínum á Twitter í dag.

Hún bendir á þá staðreynd að ein af hverjum átta konum fái einhvern tímann brjóstakrabbamein. „Í dag er ég þessi eina,“ skrifar Louis-Dreyfus.

„Góðu fréttirnar eru þær að ég er með frábært stuðningsnet fjölskyldu og vina og góða tryggingu í gegnum stéttarfélagið mitt,“ skrifar Louis-Dreyfus en bætir við að ekki séu allar konur jafn heppnar og hún.

„Við skulum berjast gegn krabbameini og sjá til þess að heilbrigðisþjónusta verði aðgengileg fyrir alla.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson