20 ára ferli fagnað

Tónlistarkonan Margrét Kristín Sigurðardóttir, sem kallar sig Fabúlu, fagnar 20 ára ferli með tónleikum í Gamla bíói á fimmtudaginn, 30. nóvember. Verður þar öllu tjaldað til en Fabúla er þekkt að íburðarmiklum sviðsetningum og ævintýralegum og forvitnilegum uppákomum á tónleikum sínum.

Afmælistónleikarnir verða í þeim anda því Fabúla segir að á sviðinu verði skapað ævintýri fyrir augu, eyru og ekki síst sál tónleikagesta. Hún segist hafa fengið sviðshönnuð til liðs við sig og einnig verði verk vídeólistafólks tvinnuð inn í tónleikana, sem líklega mætti allt eins kalla tónlistarsýningu. 

Á 20 ára ferli hefur Fabúla gefið út fjórar breiðskífur: Cut My Strings árið 1996 sem færði henni tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna, Kossafar á ilinni (2001) sem einnig var tilnefnd til verðlaunanna, í flokknum plata ársins árið 2002; Dusk (2006) og In Your Skin (2009). Tónleika hefur hún haldið marga, hér á landi sem erlendis, og þá bæði ein og með þekktum tónlistarmönnum. Nokkrir slíkir verða henni til halds og trausts í Gamla bíói, þau Unnur Birna Bassadóttir, Jökull Jörgensen, Birkir Rafn Gíslason, Scott McLemore og Kjartan Valdemarsson en einnig kemur fram enska leikkonan Angela Eyton sem Fabúla kynntist í leiklistarnámi og söngvarinn Egill Ólafsson verður sérstakur gestur. Fleiri gestir verða kynntir til sögunnar þegar nær dregur og einnig er von á óvæntum uppákomum.

Jarðtengdari og pólitískari

Fabúla er spurð hvort tónlist hennar hafi breyst mikið á þessum 20 árum sem ferill hennar spannar. „Að einhverju leyti verð ég smátt og smátt jarðtengdari og pólitískari, þótt ævintýrið sé aldrei langt undan,“ svarar hún. „Textarnir leiða tónsköpunina og því litar hugarsástand mitt á hverjum tíma lokahljóminn. Plöturnar hafa því hver sinn lit.“

Viðtalið í lengri útgáfu má finna í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins 26. nóvember. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler